Um okkur

Fagverk er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig einkum á fjórum sviðum verktakavinnu, sem eru malbikun, malbiksfræsun, jarðvinna fyrir malbikunarframkvæmdir
  •  +864 1220
Vilhjálmur Þ. Matthíasson
Vilhjálmur Þ. MatthíassonFramkvæmdastjóri / Eigandivilli@malbika.is

Um Fagverk

Fagverk er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig einkum á fjórum sviðum verktakavinnu, sem eru malbikun, malbiksfræsun, jarðvinna fyrir malbikunarframkvæmdir. Í þessu erum við sérfræðingar og veitum viðskiptavinum okkar úrvals þjónustu á þessum sviðum.
Stefna okkar er að vera fyrsta val þitt þegar kemur að því að leita eftir verktaka til þjónustu á þessum sviðum.

Við leggjum áherslu á að vinna öll okkar verkefni af ábyrgð, fagmennsku og heiðarleika. Fagverk býr yfir fyrsta flokks tækjakosti og – sem er ekki síður mikilvægt – frábæru starfsfólki, reyndu fagfólki í öllum stöðum, á öllum sviðum.

Við rekum okkar eigið verkstæði og tryggjum þannig að öll okkar tæki séu í besta mögulega standi, sem gerir okkur kleift að veita fyrirtaks þjónustu með öryggið í öndvegi.

Við leggjum metnað í að skapa skemmtilegt, faglegt og hvetjandi vinnuumhverfi ásamt því að viðhafa menningu byggða á virðingu, metnaði og liðsheild.

Gæðastjórnun og öryggi

Gæði og öryggi á öllum sviðum starfseminnar eru okkur mjög mikilvæg. Gæðastjórnun er órjúfanlegur hluti af allri okkar starfsemi. Gæðahandbók Fagverks inniheldur meðal annars verklagsreglur og eyðublöð er varða samskipti verkkaupa og verktaka samkvæmt kröfum opinberra verkkaupa við verklegar framkvæmdir.

Gæðakerfi okkar byggir á aðferðafræði og kröfum í gæðastaðlinum ISO9001:2008 og verklagsreglurnar lýsa vinnulagi sem er í samræmi við kröfurnar í staðlinum IST-30:2012.

Gæðahandbók Fagverks inniheldur m.a. verklagsreglur og eyðublöð er varða samskipti verkkaupa og verktaka samkvæmt kröfum opinberra verkkaupa við verklegar framkvæmdir.

Kerfið byggir á aðferðafræði og kröfum í ISO9001:2008 og verklagsreglurnar lýsa vinnulagi sem er í samræmi við kröfurnar í IST-30:2012.

Við leggjum ávallt mikinn metnað í að öryggismál fyrirtækisins séu til fyrirmyndar, starfsfólki og viðskiptavinum til heilla. Áhersla er lögð á öruggt starfsumhverfi og að allur aðbúnaður og tæki séu í góðu lagi.
Flugumýri 26, Mosfellsbær, Iceland
  •  Facebook
  •  Linkedin
  •  Instagram